Svaðalegasti saumaklúbbsréttur síðari ára

Ljósmynd/Linda Ben
Þessi ómótstæðilega uppskrift kemur úr smiðju Lindu Ben. Hér erum við að tala um lungamjúkan og löðrandi brie-ost sem er fullkominn í saumaklúbbinn.
Ofnbakaður brie með brómberja- og hunangstoppi
 • 1½ dl frosin brómber
 • 1½ msk. hlynsíróp
 • ½ dl pekanhnetur
 • Fersk brómber
 • Snittubrauð

Aðferð:

 1. Stilltu ofninn á 200°C og undir- og yfirhita.
 2. Settu ostinn í lítið eldfast mót og settu inn í ofn í 20 mín. eða þar til osturinn er orðinn vel bólginn og mjúkur.
 3. Á meðan osturinn er inni í ofni, settu frosin brómber í pott á lágum hita ásamt hlynsírópi, hrærðu varlega í þar til berin eru bráðnuð og svolítill safi hefur myndast af berjunum.
 4. Takið ostinn út úr ofninum, hellið brómberjunum yfir ásamt safanum.
 5. Skerið pekanhneturnar niður og dreifið yfir ostinn.
 6. Berið fram með snittubrauði og ferskum brómberjum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »