Léttist um 70 kíló í Disneylandi

Mark Gautier.
Mark Gautier. Ljósmynd/skjáskot

Þetta er með áhugaverðari fyrirsögnum sem sést hafa á öldum ljósvakans enda er hún svo hlaðin mótsögnum að orð ná ekki yfir það. Hvernig er hægt að grennast í Disneylandi????

Sagan er ósköp falleg og henni var deilt af Disney en hún segir frá Mark Gautier sem var í mikilli yfirþyngd og þjáðist af sykursýki tvö. Dag einn féll hann eitt.

Þegar hann vaknaði úr dáinu einsettu þau hjónin sér að gera verulegar breytingar á lífinu. Fyrsta skrefið var að auka hreyfinguna. Þau fóru í Disneyland sem er í miklu uppáhaldi hjá Mark og þar afrekaði hann að ganga reglulega um þar til hann var farinn að ganga heila fimm kílómetra á einum degi.

Í framhaldinu keyptu þau sér árspassa til þess að geta farið á þennan uppáhaldsstað sinn eins oft og þau gætu.

Á fimm árum léttist hann um 70 kíló en einu meiriháttar breytingarnar sem hann gerði á mataræðinu var að borða minni skammta og fara reglulega í Disney garðinn og ganga um.

Hann endaði á að sækja um vinnu í skemmtigarðinum sem hann elskar svo mikið og í dag gengur hann að meðaltali um tíu kílómetra á hverjum degi.

Sagan er hjartnæm og eins og áður segir deildi Disney henni inn á heimasíðu sinni.

YOSHIKAZU TSUNO
mbl.is