Þetta áttu að borða eftir æfingar

Thinkstock

Það er mikilvægt að huga vel að því hvað sett er í kroppinn eftir æfingar. Hér ber fyrst og fremst að huga að prótíninntöku. Hér er hægt að fá sér mjólk, ost, möndlur, egg eða kjúkling. Jafnvel prótíndrykki.

Síðan er ekki úr vegi að fá sér kolvetni en þá er gott að fá sér til dæmis gróft brauð.

Ekki er úr vegi að fá sér engifer eða kanilduft með því sem borðað er til að draga úr harðsperrum og vatnsmelónu- og/eða kirsuberjasafi hjálpar einnig við endurheimt eftir æfingar.

Þetta er svona almenn þumalputtaregla eftir æfingar: Prótín, góð kolvetni — og nóg af vökva.

Heimild: CNN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert