Algengustu mistökin í mataræði fyrir æfingu

Þegar farið er er í ræktina er mikilvægt að huga vel að mataræðinu því það getur verið eins mikil hjálp og það getur verið hindrun.

Þess vegna er mikilvægt að borða rétt fyrir æfingu — alveg eins og það er gríðarlega mikilvægt að borða rétt eftir æfingu.

Hér er hægt að fara út í tæknileg atriði eins og muninn á því að fara á lyftingaæfingu eða út að borða en í grunninn snýst þetta eingöngu um að hafa næga orku og halda blóðsykrinum jöfnum.

Algengustu byrjendamistökin í æfingamataræði eru að borða ekki áður en farið er á æfingu — sama hvernig æfingin er. Það veldur því að þú verður orkulaus meðan á æfingu stendur og nærð ekki tilætluðum árangri.

Mundu því að borða létta og góða máltíð einum til tveimur tímum fyrir æfingu til að tryggja að þú hafir orku á æfingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert