Svaðalegasta ostaídýfa sem sést hefur lengi

Ljósmynd/María Gomez

Ef þið eruð að leita að spennandi, frábærri, skemmtilegri, bragðgóðri og ómótstæðilegri ídýfu er hún fundin. Hin eina sanna María Gomez á Paz.is á heiðurinn að henni.

Heit ostadýfa með spínati og ætiþistli

Hráefni

  • 1 dós Philadelfia Original-rjómaostur eða 200 gr. rjómaostur að eigin vali
  • 70 gr. sýrður rjómi 
  • 60 gr. majónes (ég notaði Heinz)
  • 1 hvítlauksrif marið eða 1/2 geiralaus hvítlaukur marinn
  • 60 gr. rifinn parmesan ostur 
  • 60 rifinn mozzarella-ostur 
  • Pipar 
  • 250 gr. ætiþistlar úr krukku 
  • 150-170 gr. frosið spínat 

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180-185°C blástur 
  2. Byrjið á að taka spínat úr frysti og setja í örbylgjuofn í eins og 2 mínútur
  3. Kreistið svo allt vatn úr spínatinu og leggið á eldhúspappa til að ná sem mestum raka úr því
  4. Sigtið svo ætiþistlana svo öll olía eða safi fari af og skerið þá svo smátt 
  5. Hrærið næst saman í skál rjómaosti, sýrðum rjóma, majónesi og mörðum hvítlauknum, piprið ögn og hrærið vel saman 
  6. Setjið næst parmesan-ostinn, mozzarella, spínatið og ætiþistlana saman við og hrærið vel saman
  7. Setjið í eldfast mót og hitið í ofninum í 20 mínútur 
  8. Berið fram með nýbökuðu baguette-brauði eða nacho-flögum sem dæmi 

Punktar

Hér mæli ég með að þið notið frosið spínat. Ástæðan fyrir því er að ferskt spínat er enn með stönglana og getur því verið of gróft í svona dýfu, þegar spínat er frosið er það mýkra og auðveldara að borða án þess að komi taumar eða strengir með sem er ekki skemmtilegt í svona silkimjúka ídýfu. Hægt er að gera dýfuna daginn áður þess vegna, og geyma í kæli yfir nótt, taka hana svo út eins og 1 klst. áður en á að hita hana. Einnig er hægt að hita upp afgangsdýfu en ef þið eigið eitthvað eftir í kæli er hægt að taka það magn út sem þið viljið og hita upp í örbylgjuofni.

Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert