Alls ekki gleyma að skola þessa ávexti

Það er mikilvægt að skola alla ávexti áður en við …
Það er mikilvægt að skola alla ávexti áður en við borðum þá - líka þá ávexti sem við borðum ekki hýðið af. mbl.is/Colourbox

Við þurfum ekkert að skola ávexti með hýði sem við myndum hvort eð er aldrei borða – eða hvað? Jú, það er eitthvað sem ber að gera við alla ávexti og þetta er ástæðan.

Mangó, appelsínur, avókadó, melónur, kíwi og sítrónur – í raun alla ávexti sem hugsast getur með hýði eða berki, ber að skola áður en ávöxturinn er meðhöndlaður. Það geta setið bakteríur og virusar á hýðinu sem flytjast auðveldlega með beittum hnífnum yfir í ávaxta-kjötið þegar þú skerð í gegnum hann – og það getur gert þig veika/n. En ef þú skolar ávöxtinn áður en þú skerð í hann, fjarlægir þú það mesta og ert í góðum málum.

Hver er ástæðan?
Noroveira finnst í mörgum matvælum og má oftast rekja til óhreininda í vatni eða frá fólki sem er smitað af veirunni. Þá eru ávextir sérlega viðkvæmir þar sem við kaupum þá ferska og sjaldan sem við hitum upp ávexti áður en við borðum þá. En það á að vera nóg að skola ávextina vel til að taka enga sénsa á því að smitast af leiðindaveiru.

mbl.is/Colourbox
mbl.is