Gömul klassík endurvakin

Klassískt matarstell fær nýtt líf!
Klassískt matarstell fær nýtt líf! mbl.is/Bodum

Klassískt matarstell frá árinu 1965 hefur verið endurvakið af danska fyrirtækinu Bodum.

Matarstellið sem áður kallaðist „blåkant” hefur hlotið nafnið „blå“ eða blár á íslensku. Stellið var hannað af Grethe Meyers og var upphaflega framleitt af Royal Copenhagen til ársins 2011. Það var alltaf ósk Grethe að vörurnar yrðu framleiddar úr postulíni, en Royal Copenhagen fylgdi ekki þeim óskum og kaus að fara ódýrari leið í framleiðslunni.

Grethe Meyer vildi að útkoman yrði falleg og hönnunin hagnýt, sem allir ættu að njóta góðs af. Vörurnar eru hugsaðar út í þaula – þær má nota á ýmsa vegu, það er auðvelt að stafla þeim og þær spara því pláss í skápunum.

Jørgen Bodum, framkvæmdastjóri Bodum, segist af mikilli ánægju nú geta kynnt fallega matarstellið alveg eins og Grethe Meyers hafði hugsað það á sínum tíma og úr postulíni. Hann segir að stellið endurspegli það sem fyrirtækið þeirra stendur fyrir, en það er einfaldleikinn.

Það eru margir sem bíða spenntir eftir endurkomu „blå“, enda þekkt klassík í Danmörku. Matarstellið er svo vinsælt að það má til að mynda finna á Designmuseum Danmark-safninu.

Matarstellið „blå“ er hannað af Grethe Meyers og framleitt af …
Matarstellið „blå“ er hannað af Grethe Meyers og framleitt af Bodum. mbl.is/Bodum
mbl.is/Bodum
mbl.is/Bodum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert