Eitt allra besta húsráð fyrir sturtuna

Hin vikulegu þrif á sturtunni verða leikur einn með nýju …
Hin vikulegu þrif á sturtunni verða leikur einn með nýju húsráði. mbl.is/Colourbox

Kannastu við að hamast með lítinn þrifsvamp í höndunum og skrúbba allar hliðar á sturtunni og glerinu – og þurrka svo yfir með klút? Við líka!

Það verður breyting á hlutunum hjá okkur næst þegar sturtan verður þrifin. Því þá notum við skúringamoppuna til að auðvelda verkið.

Það segir sig sjálft að moppan fer yfir mun stærri flöt en þegar við þurrkum yfir veggflísarnar með svampi eða tusku. Sumir hreingerningarsnillingar nota moppuna eftir hverja sturtuferð til að þurrka alla bleytu af veggjunum og gólfi, til að hindra að raki og mygla setjist þar fyrir. Sem er alls ekki svo vitlaus hugmynd. Aðalatriðið er að nota alltaf hreina moppu, en ekki einhverja sem þú hefur verið að skúra gólfið með.

Moppan mun létta þér lífið við næstu þrif á sturtuveggjunum.
Moppan mun létta þér lífið við næstu þrif á sturtuveggjunum. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert