Fiskrétturinn sem allir falla fyrir

Fiskréttur sem kemur á óvart, með BBQ-sósu og mangósalsa.
Fiskréttur sem kemur á óvart, með BBQ-sósu og mangósalsa. mbl.is/Colourbox

Fiskréttur af betri gerðinni – hér er lax marineraður upp úr BBQ-sósu og borinn fram með hrísgrjónum og fersku mangósalsa.

Fiskrétturinn sem allir falla fyrir

 • 600 g lax
 • 2 msk. púðursykur
 • 2 tsk. reykt paprikukrydd
 • 1 tsk. lauksalt
 • ¼ tsk. chilikrydd
 • 1 tsk. salt
 • 4 msk. ólífuolía

Mangósalsa:

 • 1 mangó
 • 1 avókadó
 • 1 rauðlaukur
 • 1 rautt chili
 • Handfylli ferskt kóríander
 • 2 msk. limesafi
 • 1 tsk. fljótandi hunang
 • Salt og pipar

Annað:

 • 4 dl hrísgrjón

Aðferð:

 1. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
 2. Hitið ofninn í 200°C.
 3. Leggið laxinn með roðið niður á bökunarpappír á bökunarplötu.
 4. Hrærið saman púðursykur, paprikukrydd, lauksalt, chili, salt og olíu í skál og smyrjið marineringunni yfir laxinn. Bakið í ofni í 15-20 mínútur þar til fiskurinn er eldaður í gegn.
 5. Mangósalsa: Fjarlægið hýði og stein úr mangóinum og skerið í litla teninga. Skerið einnig avókadó í litla bita. Saxið rauðlauk og chili smátt og saxið kóríanderinn gróflega. Veltið öllu saman í skál og hellið limesafa og hunangi yfir. Kryddið með salti og pipar.
 6. Setjið hrísgrjónin í skál eða á djúpa diska. Tætið laxinn og dreifið yfir hrísgrjónin ásamt mangósalsa og berið strax fram.
mbl.is