Prótínríkur kaffidrykkur kominn á markað

Í einni fernu eru 20 g af próteinum og 37 …
Í einni fernu eru 20 g af próteinum og 37 mg af koffíni sem samsvarar 1/3 úr kaffibolla. Ljósmynd/MS

KEA skyr með kaffi og vanillu sló heldur betur í gegn þegar það kom á markað á síðasta ári og nú heldur skyrveislan áfram því kominn er á markað nýr KEA-skyrdrykkur með mildu kaffi- og vanillubragði. Í einni fernu eru 20 g af prótínum og 37 mg af koffíni sem samsvarar þriðjungi úr kaffibolla.

Drykkurinn er laktósalaus og án viðbætts sykurs og sætuefnum er haldið í algjöru lágmarki. Við erum nokkuð viss um að íslenskir kaffiunnendur muni taka þessari nýjung fagnandi og bíðum spennt eftir því hvað KEA gerir næst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert