Eina leiðin til að ná eggjaskurn örugglega af

Það jafnast ekkert á við fullkomlega soðin egg í morgunmat.
Það jafnast ekkert á við fullkomlega soðin egg í morgunmat. mbl.is/Colourbox

Við erum aldrei 100% örugg um hvort eggjaskurnin muni fljúga af egginu eftir suðu eða hvort hún rífi hreinlega allt eggið með sér – og lítið situr eftir nema rauðan. En hvað er til ráða?

Það eru eflaust margir sem lenda í þessu veseni með eggin, og það getur reynst hvimleitt þegar öll eggin í pottinum fara þannig séð til spillis. En til þess að eggjaskurnin fari auðveldlega af egginu, skaltu setja edik eða eplaedik út í vatnið!

Svona sýður þú egg og nærð skurninni auðveldlega af

  • Setjið eggin í pott með köldu vatni. Vatnið á að ná akkúrat yfir eggin.
  • Setjið 2 tsk. af ediki út í vatnið. Og engar áhyggjur, eggið mun ekki draga í sig edikið.
  • Leyfið suðunni að koma upp og látið eggin sjóða við vægan hita undir loki í 8-10 mínútur.
  • Hellið vatninu af og látið eggin í ískalt vatn í 10 mínútur. Þannig hindrar þú að eggin haldi áfram að sjóða og verða alveg fullkomin eins og þú vilt hafa þau.
mbl.is/Colourbox
mbl.is