Svona sótthreinsar þú farsímann

Thinkstock

Hreinlæti skiptir miklu máli - ekki síst um þessar mundir þegar við reynum eins og kostur er að forðast snertingu við annað fólk og að snerta yfirborð sem fjöldi manns snertir daglega.

Mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar er mikið eins og fólk er orðið meðvitaðra um og að vera ekki með hendurnar í öllu. En öll snertum við eitthvað með reglulegu millibili og þess á milli tökum við upp farsímann okkar.

Það skiptir því miklu máli að þrífa farsímann mjög reglulega og besta aðferðin er að vera með sótthreinsandi blautþurrkur. Strjúkið vel af símanum og takið hann úr hulstrinu og þrífið undir.

Ef þú hefur ekki aðgang að sótthreinsandi blautþurrkum skaltu bleyta pappír með sótthreinsivökva og strjúka yfir.

Passaðu bara að valda ekki tjóni á símanum með því að bleyta hann um of — það viljum við alls ekki.

Ef þú átt börn sem eiga síma er mikilvægt að brýna þetta einnig fyrir þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert