Snjallasta húsráð dagsins

Þessi kona er með alla anga úti við heimilisstörfin og …
Þessi kona er með alla anga úti við heimilisstörfin og væri til í meiri tíma fyrir sjálfa sig. mbl.is/Colourbox

Foreldrar landsins takið eftir! Hér var að berast snilldarráð til að létta á álaginu þegar þú hefur engan tíma eðaé orku til að standa við pottana í eldhúsinu.

Ekkert óþarfa umstang – hvernig hljómar það? Stundum nennum við hreinlega ekki að elda á kvöldin eða undirbúa nesti fyrir vinnuna á morgnana. Þá er gott að eiga eitthvað fljótlegt í frysti til að grípa í. Til dæmis tilbúnar samlokur!

Hugmyndarík húsmóðir deildi á Facebook hvernig hún auðveldar hlutina. Hún einfaldlega býr til nokkrar samlokur úr heilu brauði, pakkar þeim inn og setur í frysti. Þannig getur hún alltaf gripið í eina og eina með sér á leið til vinnu og sett í samlokugrillið. Krakkarnir taka stundum með sér samlokur í nesti, og það kemur reglulega fyrir að fjölskyldan fái sér loku í kvöldmat þegar enginn tími er fyrir annað. Og þá er frábært að þurfa ekki að draga allt fram og byrja að smyrja þegar samlokurnar standa klárar inn í frysti – einfalt, þægilegt og umfram allt ódýrt.

Og í raun má leika sér að vild með útfærslurnar. Gera krakkavænar samlokur og aðrar sem höfða meira til fullorðinna, t.d. með skinku, osti og karamellulauk. Þetta getur ekki klikkað.

Svona má pakka inn nokkrum samlokum og setja inn í …
Svona má pakka inn nokkrum samlokum og setja inn í frysti til að eiga þegar lítill er tíminn til að elda. mbl.is/metro.co.uk/Supplied
mbl.is