Pantaði óvart 189 kjúklingavængi á Dominos

Hefurðu pantað einhverja vitleysu á netinu? Til dæmis of mikið …
Hefurðu pantað einhverja vitleysu á netinu? Til dæmis of mikið af mat eða annað álíka. mbl.is/Colourbox

Hefurðu einhvern tímann pantað eitthvað bandvitlaust á netinu? Það gerðist hjá einum sem kom heim í annarlegu ástandi eftir gott djamm.

Þegar Lee Rumney kom heim til kærustu sinnar og nýfædds sonar eftir 12 tíma næturbrölt með félögunum kallaði hungrið á hann. Og hvað gerir maður þá – jú, maður tekur upp símann og pantar mat. Hannah Eddon, kærasta Rumneys, sagði í viðtali að hann hefði gengið á veggi og hurðir og hefði átt að koma heim mörgum tímum fyrr miðað við ástandið á honum.

En það leið ekki á löngu þar til dyrabjallan hringdi og fyrir utan stóð sendill frá Dominos með fleiri kassa undir höndunum en hann gat borið — eða 19 kassa af mat! Lee hafði pantað fimmtán skammta af kjúklingavængjum, eina stóra pítsu, hvítlauksbrauð, kartöflubáta og smákökur.

Eftir að hafa borið matinn inn í hús fór Hannah að tékka á manninum sínum, en hann var  rotaður í rúminu og engin leið að vekja hann. Daginn eftir mundi Rumney ekki eftir neinu og þurfti að horfast í augu við að hafa eytt nærri 200 pundum í kaldan skyndibita — en parið borðaði afganga í þrjá daga á eftir.

Lee hafði ekki hugmynd um hvað hann var að panta …
Lee hafði ekki hugmynd um hvað hann var að panta nóttina sem hann kom heim í annarlegu ástandi. mbl.is/Mercury Press
Hannah Eddon segist hafa góðan húmor og gat ekki skammað …
Hannah Eddon segist hafa góðan húmor og gat ekki skammað kærastann sinn of mikið fyrir það sem gerðist. mbl.is/Mercury Press
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert