Vodkaframleiðandi varar við heimagerðu spritti

AFP

Heimurinn hamstrar nú handspritt sem er víða orðið uppselt og hafa menn því gripið til þess ráðs að búa til sitt eigið heimagerða handspritt.

Vodkaframleiðandinn Tito í Bandaríkjunum sá sig knúinn í nafni almannavarna til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við því að nota vodka í heimagerðar handhreinsiblöndur.

Mælt sé með því að notað sé áfengi yfir 60% að styrkleika til að ná fullri sótthreinsun. Með venjulegum heimilisvodka sé ekki hægt að tryggja árangurinn og það sé því óráð að nota slíkan vökva.

Ljósmynd/Skjáskot
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert