Kjúklingasalat á núll einni

Ljósmynd/Berglind Guðmunds

Stundum þarf maður bara á góðu kjúklingasalati að halda! Það þarf ekki að vera flókið en kjúklingasalöt eiga það þó sammerkt að þau eru nánast alltaf ljúffeng. Hér kemur uppskrift frá Berglindi Guðmunds á GRGS.is sem ætti engan að svíkja og er merkilega einfalt.

Kjúklingasalat á núll einni

  • 700 g kjúklingalundir
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 box kirsuberjatómatar
  • 2 avókadó
  • 1 poki klettasalat
  • 1/2 rauðlaukur
  • Marinering
  • 2 msk. hunang
  • 4 msk. balsamedik
  • 4 msk. ólífuolía
  • 3 hvítlauksrif, pressuð

Aðferð:

  1. Hitið olíu á pönnu og léttsteikið kjúklingalundirnar.
  2. Hrærið hráefnum fyrir marineringuna saman í skál og hellið út á pönnuna. Eldið þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn og kominn með dökka áferð.
  3. Skerið grænmeti niður og setjið í skál. Látið kjúklinginn þar yfir og endið á að strá fetaosti yfir allt ásamt smá af olíunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert