Þess vegna skaltu aldrei deila handklæði með öðrum

mbl.is/Colourbox

Það eru eflaust margir sem spyrja sig núna: „Hvað er það versta sem gæti komið fyrir ef ég deili handklæði með öðrum?“ Í raun eru margar ástæður fyrir því að þú ættir að draga fram nýtt handklæði í stað þess að deila.

Notaðu þitt eigið handklæði ef hinn aðilinn er veikur
Í raun er mjúkt handklæðið engin ógn í sjálfu sér, en ef hinn aðilinn er veikur gæti staðan verið önnur. Þess vegna er líka gott ráð að skipta oftar um hreint handklæði ef þú ert veik/ur.

Langvinnir sjúkdómar eru viðvarandi
Langvinnir sjúkdómar eins og herpes eru á meðal þess sem ekki er hægt að útiloka að muni smitast ef þú þurrkar þér með handklæði frá öðrum. Og jafnvel þó að um sjáanlegan vírus eða frunsu á vörunum sé að ræða er ekki ólíklegt að þú getir smitast á líkamanum þar sem slímhúð er.

Vörtur á fótum og stafýlókokkar geta borist á milli í handklæðinu
Vörtur á fótum og jafnvel stafýlókokkar geta borist á milli í handklæðinu, og í raun verið hættulegt ef þú smitast af stafýlókokkum. Því ef þú ert virkilega óheppin/n getur það þróast út í fjölónæmar bakteríur sem erfitt er að meðhöndla. Jafnvel þó að þér finnist þú vera hrein/n eftir gott bað og ert tilbúin/n að þurrka þér, munu alltaf vera bakteríur í hársekkjum og öllum rifum og sprungum á líkamanum.

Það þykir alls ekki góð hugmynd að deila handklæði með …
Það þykir alls ekki góð hugmynd að deila handklæði með öðrum. mbl.is/Colourbox
mbl.is