Meðlætið sem hentar með öllum mat

Eplasalsa er ómótstæðilega gott með öllum mat.
Eplasalsa er ómótstæðilega gott með öllum mat. mbl.is/Colourbox

Það stenst enginn ferskt eplameðlæti – eða eplasalsa eins og við kynnum hér til leiks. Smátt söxuð epli með chili er ferskt og fullkomið með fiski, kjúklingi, kjöti eða einfaldlega ofan á brauð. Annars er auðvelt að gleyma sér, hoppa yfir aðalréttinn og borða bara meðlætið eins og í þessu tilviki.

Meðlætið sem hentar með öllum mat

  • Epli
  • Chili
  • Rauðlaukur
  • Sítrónusafi
  • Piparrót
  • Dill eða steinselja

Aðferð:

  1. Skerið eplin í litla teninga og blandið saman með smátt söxuðu chili og rauðlauk.
  2. Kreistið sítrónusafa yfir og setjið smávegis af piparrót saman við.
  3. Saxið dill eða steinselju og blandið saman við.
  4. Berið fram með öllum mat, ofan á brauð eða gott kex.
mbl.is