Óvæntar staðreyndir um matvælapakkningar

Við spáum lítið í umbúðir á matvælunum úti í búð …
Við spáum lítið í umbúðir á matvælunum úti í búð - nema þá hvort um plast eða pappír er að ræða. mbl.is/Colourbox

Flest okkar taka ekki eftir því hvernig pakkningarnar eru sem geyma matinn okkar í næstu matvöruverslun. Nema þá hvort um plast eða pappír er að ræða. Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um pakkningar, því einhvern veginn „urðu þær til“ ef svo má segja.

Upphaflega var börkur notaður til að vernda mat
Ef við horfum til baka, aftur í tímann, þegar fyrstu umbúðir voru notaðar utan um mat – var Kína fyrsta landið til að pakka inn matvælum í mulberry-börk. Og mjög fljótlega dreifðist hugmyndin til Mið-Austurlanda og Evrópu.

Mjólkurfernur urðu til fyrir algjöra tilviljun
Þið vitið hvernig mjólkurfernur líta út sem eru opnaðar með því að beygja og brjóta saman til að opna þær – þannig fernur urðu til fyrir algjöra tilviljun. Það var starfsmaður í verksmiðju sem reif óvart fræpoka, og áttaði sig á að hann gæti lagað pokann með því að klippa og bróta saman pappann. Þetta var síðar markaðssett sem „hálf-sveigjanlegar“ umbúðir.

Einnota kassar urðu ekki vinsælir fyrr en kexið varð vinsælt
Allir snarlarar þarna úti ættu að þekkja þessa sögu. Það var árið 1896 sem bandarískt matvælafyrirtæki ákvað að nota pappakassa undir kex í stað stórra tunna sem geymdu nánast allan mat. Eftir þetta urðu mikil umsvif sem leiddu til stórfelldra breytinga á umbúðum á alþjóðavettvangi.

Eggjabakkar voru upphaflega úr dagblöðum
Ímyndaðu þér að koma tugi eggja með þér heim úr búðinni á öruggan hátt, án umbúða. Sú snilldarhugmynd að nota dagblöð kom frá blaðaútgáfu árið 1911, sem mótaði litla „vasa“ fyrir hvert og eitt egg úr dagblöðum.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert