Skömmtun á handspritti hafin

Handspritt er nú víða að verða uppselt og margir farnir að velta því fyrir sér hvar sé yfir höfuð hægt að komast yfir það. Góðu fréttirnar eru að Bauhaus var að fá nýja sendingu og því nóg til — að minnsta kosti í bili. Það er hins vegar búið að setja fjöldatakmarkanir á kaup og því má bara kaupa einn brúsa.

Hver brúsi inniheldur 600 millilítra og er þetta gert til að tryggja að sem flestir geti keypt sér handspritt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert