Þess vegna klístrast sturtuhengið við þig

Kannastu við að sturtuhengið klístrist við þig í sturtu?
Kannastu við að sturtuhengið klístrist við þig í sturtu? mbl.is/Colourbox

Af hverju getur sturtuhengið ekki verið á sínum stað þegar við þvoum okkur – í stað þess sogast það að líkamanum og klístrar sig fast. Það eru nokkrar kenningar hvað þetta varðar en aðeins ein sem er rétt. Og sú eina rétta endaði í Nóbelsverðlaunum – svo heitt er umræðuefnið.  

Sturtuhengið sogast að þér vegna þess að hitinn hækkar
Það er talið að þegar heitt vatn rennur úr sturtunni stígi hitinn í sturtunni sjálfri. Hreyfing loftsins skapar síðan lofttæmi sem veldur því að sturtuhengið sogast inn á við og klístrar sig við rasskinnarnar þínar.

Sturtuhengið sogast að þér vegna þess að vatnið og loftið missir þrýstinginn
Þessi kenning segir okkur að þegar hraðinn í vatninu og loftið blandast saman myndast þrýstingur. Þegar vatnið rennur úr sturtuhausnum á miklum hraða veldur það lækkun á loftþrýstingnum í sturtuklefanum sem veldur því að sturtuhengið sogast að þér.

Sturtuhengið sogast að þér vegna þess að lítill hvirfilbylur skapar lágan þrýsting í sturtunni
Síðasta kenningin varðandi stóra sturtuhengjamálið kom fram árið 2001, þegar prófessor að nafni David Schmidt vildi í eitt skipti fyrir öll komast til botns í málinu. Hann gerði alls kyns tilraunir og prófaði þær allar. Kenningin er sú, að vatnið frá sturtunni flytur orku í loftið í sturtunni. Loftið byrjar þá að snúast eins og lítill fellibylur og í miðjum fellibylnum á sér stað lágur þrýstingur í augnhæð. Þessi þrýstingur veldur því að sturtuhengið leitar í áttina að líkamanum og faðmar þig að sér.

Eftir margvíslegar tilraunir Schmidt varð úkoman sú að hann var með hina einu sönnu útskýringu á stóra sturtuhengjamálinu. Og í raun hlaut Schmidt Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir vel unnin störf.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert