Páskabjórinn kominn í Vínbúðirnar

Páskabjórinn er kominn í Vínbúðirnar. Alls verða 19 tegundir til sölu í ár að því er fram kemur í frétt á vinbudin.is. Þetta eru öllu fleiri tegundir en í fyrra en þá voru þær 14.

Líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma en sölutímabilið stendur til 11. apríl, þ.e. fram á laugardag fyrir páska.

„Eins og áður er úr skemmtilegu úrvali páskabjóra að velja en í vöruleitinni er hægt að skoða hvað er í boði á hverjum tíma og í hvaða Vínbúðum varan fæst,“ segir í fréttinni.

Bjórtegundirnar að þessu sinni eru bæði frá innlendum og erlendum framleiðendum. Styrkleikinn er frá 4,4% upp í 7%.

Sem fyrr eru sum heiti bjóranna frumleg. Til dæmis Víking tveir vinir og annar í páskum, Segull 67 Hérastubbur Páskabjór, Páska Púki og Bönní Bönní Bönní Bönní White Ale.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert