Salan þrefaldast á undanförnum tveimur vikum

mbl.is/​Hari

Ljóst er að Íslendingar eru að birgja sig upp og hefur sala á TORO-vörum þrefaldast á síðustu tveimur vikum miðað við sama tíma í fyrra.

Andrea Björnsdóttir, markaðsstjóri Lindsay sem er meðal annar umboðsaðili TORO …
Andrea Björnsdóttir, markaðsstjóri Lindsay sem er meðal annar umboðsaðili TORO á Íslandi. mbl.is/

Að sögn Andreu Björnsdóttur, markaðsstjóra hjá heildversluninni Lindsay, er þetta áhugaverð þróun. „TORO er vörumerki sem flestir Íslendingar þekkja vel enda hafa TORO-vörur fengist í matvöruverslunum á Íslandi í 55 ár. Súpurnar, sósurnar og grýturnar frá TORO eru úr frostþurrkuðum náttúrulegum hráefnum sem gefur langt geymsluþol án rotvarnarefna. Þetta er því góð vara sem fólk þekkir og treystir.“

„Við sjáum að fólk er greinilega að fara eftir ráðleggingum um að kaupa vörur með mikið geymsluþol. Salan á Stabburet-makríl og lax í dós hefur tvöfaldast frá sama tímabili í fyrra og sömu sögu má segja um frosnu Grandiosa-pítsurnar. Allur er varinn góður ef ske kynni að fólk þyrfti að fara skyndilega í sóttkví.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert