Svona sótthreinsar þú heimilið

Shironosov

Ef það er eitthvað sem skiptir máli þessi dægrin er það hreinlæti og meðan þjóðin hamstrar sótthreinsandi vökva er gott að hafa ákveðin atriði á hreinu þegar kemur að þrifum og sótthreinsum á heimil okkar.

Þrífa fyrst - sótthreinsa svo

Þessi tveggja fasa aðferð er sú sem ber að nýta samkvæmt Good Housekeeping. Þrífðu fyrst óhreinindin og síðan skal sótthreinsa yfirborðið. Ónæmisfræðingurinn dr. Darshna Yagik við háskólann í Middlesex segir að gott sé að úða sótthreinsandi vökva sem sé 70% að styrkleika. Einnig sé hægt að nota væga klórblöndu sem blönduð er við kalt vatn. Báðar blöndurnar drepi veirur með því að brjóta niður frumuveggina.

Ekki gleyma álagssvæðunum

Venjulega þegar við þurrkum af erum við að einblína á svæði þar sem ryk fellur. Nú ber hins vegar að huga sérstaklega vel að álagssvæðum á borð við hurðarhúna, ljósarofa og handföng. Ef þú ert að nota klórblönduna skaltu gæta þess vel að þurrka svæðið vel og vandlega svo að klórinn berist ekki á húð. OG ekki nota vökva/úða á ljósarofa. Vatn og rafmagn er stórhættuleg blanda.

Passaðu vel upp á hluti sem allir nota

Hér erum við að tala um heimasíma, fjarstýringar, lyklaborð, spjaldtölvur, síma og fleira í þeim dúr. Hér er mælt með að nota örtrefjaklút sem búið er að úða með vatni til að þurrka óhreinindin af. Síðan úða sótthreinsandi vökva yfir og þurrka burt. Eyrnapinnar eru einnig mikilvægir til að ná til staða sem tuskan kemst ekki á.

Þvoðu tuskurnar reglulega

Það er ekki nóg að þurrka allt vel og vandlega með tuskum — það þarf líka að þvo tuskurnar og sótthreinsa þær. Því skaltu alls ekki þvo þær á lægri hita en 60 gráðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert