Dásemdar súkkulaðibitakaka bökuð í steypujárnspönnu

Ljósmynd/Linda Ben

Góð steypujárnspanna er gulli betri því þær eru ekki bara heppilegar til að steikja í heldur duga þær einnig sem fyrirtaks pítsubökunargræja og bökunarform.

Þeir sem trúa því ekki þurfa ekki annað en að dást að myndunum sem fylgja þessari uppskrift en það er okkar eina sanna Linda Ben sem á heiðurinn að þessari dásemdaruppskrift.

Ef þið farið á samnefnt Instagram hjá Lindu þá er hægt að sjá aðferðina enn ítarlegar.

Stór súkkulabitakaka með mjúkri karamellumiðju

  • 220 g mjúkt smjör
  • 2 dl sykur
  • 1 dl púðursykur
  • 2 egg
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1½ tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. salt
  • 6 dl hveiti
  • 250 g súkkulaði
  • 100 g rjómakaramellur
  • ½ dl rjómi

Aðferð:

1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir+yfir hita.

2. Hrærið smjörið, sykurinn og púðursykurinn vel saman.

3. Bætið eggjunum út í, einu í einu og hrærið vel.

4. Bætið vanilludropunum saman við og hrærið vel.

5. Bætið því næst lyftidufti, salti og hveitinu út í og blandið varlega saman.

6. Skerið súkkulaðið niður ef þið notið súkkulaðiplötur og bætið því út í og hrærið þar til allt hefur blandast saman.

7. Smyrjið 20 cm formið vel með smjöri, setjið helminginn af deiginu í formið.

8. Setjið karamellurnar og rjómann í pott og bræðið saman. Hellið yfir deigið í forminu og setjið restina af deiginu yfir. Bakið inni í ofni þar til kakan verður gullinbrún eða í u.þ.b. 20-25 mín.

Ljósmynd/Linda Ben
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert