Heitustu húsráðin þessi dægrin

mbl.is/Colourbox

Hver elskar ekki góð húsráð sem létta okkur lífið á annasömum dögum? Hér eru nokkur atriði sem þú getur gripið í næst þegar þú byrjar að klóra þér í hausnum og jafnvel pirrast út í óþarfa hluti. 

Ruslið
Kannastu við að ruslapokinn byrji að leka út af ákveðnum matvörum sem við hendum í ruslið? Settu næst dagblöð í botninn sem draga í sig rakann. Þar fyrir utan er sniðugt að setja appelsínu- eða sítrónubörk í pokann til að sporna við vondri ruslalykt.

Lyklakippan
Ertu stundum óratíma að finna út hvaða lykill gengur að hverju á kippunni? Við könnumst við það. Þá er ráð að setja naglalakk á lyklana til að auðvelda lífið.

Ferðatrix
Ef þú ert að fara stutta utanlandsferð og nennir ekki að taka stórar pakkningar af kremum með þér skaltu finna fram linsubox og setja kremin þar í.

Sléttujárn
Sléttujárn er ekki bara fyrir hár því þú getur reddað þér með það sem straujárn á einföld svæði á krumpaðri flík.

Lyftiduft
Notaðu lyftiduft í þrifin – það er mjög áhrifaríkt. Lyftiduftið leysir upp fitu og óhreinindi fyrr en ella og er alveg náttúrulegt.

Tölvuvesen
Lokaðirðu óvart glugga í tölvunni sem þú ætlaðir alls ekki að gera? Ekki panikkera því þú getur náð í hann aftur með því að ýta á Ctrl+Shift+T.

Andfýla
Fórstu seint á fætur og gleymdir að bursta í þér tennurnar um morguninn? Ekki stressa þig of mikið yfir að vera andfúl/l því epli mun bjarga málunum. Borðaðu epli og andfýlan er á bak og burt.

Trésleif
Næst þegar þú sýður vatn í potti skaltu leggja trésléf yfir pottinn þveran – þá mun sjóðandi vatnið ekki hlaupa yfir, ótrúlegt en satt.

Ef þú ert alltaf að ruglast á lyklunum á kippunni, …
Ef þú ert alltaf að ruglast á lyklunum á kippunni, skaltu nota mislit naglalökk til að aðgreina lyklana í sundur. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert