Grillað focaccia sem engan svíkur

mbl.is/Colourbox

Það er sannkölluð veisla þegar brauð sem þetta kemur á borðið. Grillað focaccia er ómótstæðilegt og hvað þá með karamellulauk og hvítlaukssmjöri. Namm! Ef þið hafið tíma, þá má alveg leyfa lauknum að malla eins lengi á pönnunni og mögulegt er.

Grillað focaccia sem engan svíkur

  • 2 sætir laukar, skornir í þunna strimla
  • 4 msk. ósaltað smjör
  • 1 msk. ólífuolía
  • ½ tsk. salt
  • 1 ¾ bolli heitt vatn
  • 2 ¼ tsk. þurrger
  • 1 msk. hunang
  • 5 bollar hveiti
  • 2 tsk. hvítlaukskrydd
  • 2 tsk. sjávarsalt
  • 1/3 bolli ólífuolía
  • 4 msk. ósaltað smör, bráðið
  • 3 hvítlauksrif, marin
  • ¼ bolli kryddjurtir að eigin vali, t.d. basilika, óreganó, dill, timjan
  • ½ msk. flögusalt

Aðferð:

  1. Hitið stóra pönnu eða pott á lágum hita og setjið 4 msk. smjör og 1 ms.k ólífuolíu út í. Setjið því næst laukinn og salt út á pönnuna og steikið – hrærið jafnt og þétt þar til laukurinn verður karamelluseraður í 1-2 tíma. Tékkið alltaf reglulega á lauknum og hrærið inn á milli.
  2. Setjið heitt vatn og ger í skál ásamt hunangi. Látið standa í 10-15 mínútur.
  3. Setjið hveiti, hvítlaukskrydd, 1 msk. af salti, ½ bolla af ólífuolíu og gerblönduna saman í hrærivélarskál. Látið vinna í 5-6 mínútur. Setjið meira hveiti ef deigið er of klístrað því það á að vera slétt.
  4. Setjið deigið í skál smurða með olíu og leggið viskastykki yfir. Látið standa á heitum stað og hefast í 1 tíma.
  5. Þegar deigið hefur tvöfaldað sig skaltu skipta því upp í 4 hluta. Fletjið deigin út í sirka 10x20 cm og setjið á bökunarpappír með smá hveiti undir. Ýtið aðeins á deigið til að það líkist ekta focaccia. Setjið til hliðar á heitan stað og látið hefast í 20-30 mínútur.
  6. Hitið, grillið eða setjið á grillstillingu á ofninum á 230°.
  7. Bræðið restina af smjörinu og setjið hvítlaukinn saman við ásamt kryddjurtum.
  8. Setjið hveiti á skurðarbretti eða annað til að flytja deigið auðveldlega á grillið, eitt í einu. Penslið brauðin með ólífuolíu. Þegar brauðið er komið á grillið er ekki hægt að færa það nema að rífa brauðið, svo leyfið því að vera þar sem það endar.
  9. Grillið í 1-2 mínútur og snúið því svo og grillið hina hliðina líka. Takið brauðið af grillinu og setjið á bökunarpappír. Endurtakið með hin brauðin.
  10. Penslið brauðin með hvítlaukssmjöri og dreifið kryddjurtum yfir. Dreifið flögusalti yfir.
  11. Setjið karamellulauk yfir brauðin, skerið og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert