Svona bræðir þú súkkulaðið upp á tíu

Það er kúnst að bræða hið fullkomna súkkulaði og hér …
Það er kúnst að bræða hið fullkomna súkkulaði og hér færðu öll trixin í bókinni. mbl.is/Colourbox

Að bræða súkkulaði getur vafist fyrir mörgum. Verkið sem slíkt hljómar ekki flókið en getur auðveldlega farið úr böndunum. En með réttu græjunum og aðferð sem getur ekki klikkað ertu í góðum málum.

Það eru tvö mikilvæg atriði þegar þú vilt ná flottri áferð með súkkulaðinu, en það er fyrst og fremst hitamælir og í öðru lagi er það gott súkkulaði. Þegar þú hefur náð tökum á að bræða hið fullkomna súkkulaði verður ekki aftur snúið.

Svona bræðir þú fullkomið súkkulaði

  • Byrjaðu á því að saxa súkkulaðið smátt niður.
  • Setjið 2/3 af súkkulaðinu í skál og 1/3 í aðra skál.
  • Setjið 2/3 súkkulaðisins í skál og hitið yfir vatnsbaði – passið að hafa skálina nægilega stóra þannig að vatn sullist ekki ofan í. Takið skálina af hitanum þegar súkkulaðið hefur náð 50° hita.
  • Setjið afganginn af súkkulaðinu í skálina og hrærið í þar til súkkulaðið hefur náð 29° hita.
  • Setjið skálina aftur yfir vatnsbað og hitið súkkulaðið í 32° hita.
  • Þá er súkkulaðið tilbúið – fullkomið og alveg eins og við viljum hafa það.
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert