Gleðipinnar og Hreyfill snúa bökum saman

Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.
Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna. Eggert Jóhannesson

Gleðipinnar og Hreyfill hafa ákveðið að snúa bökum saman á þessum furðulegu tímum og ef þú pantar mat mun Hreyfill sjá um heimsendingu á mat frá veitingastöðum Gleðipinna. Þessi þjónusta mun auka gríðarlega framboðið fyrir þá sem heima sitja en heimsendingin er frí ef pantað er fyrir meira en 6.900 krónur. Annars er 1.500 króna heimsendingargjald.

„Gleðipinnar höfðu samband við okkur og viðruðu þessa hugmynd, sem okkur fannst frábær. Leigubílstjórar, líkt og aðrir í þjóðfélaginu, hafa verið uggandi og áhyggjufullir yfir stöðunni. Þetta samstarf kemur sér afar vel fyrir okkur og líka fyrir veitingastaði Gleðipinna. Vonandi getum við lagt okkar af mörkum við að aðstoða þá sem komast ekki úr húsi,“ segir Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils.

„Leigubílstjórar upplifa minnkandi viðskipti og á sama tíma er mikil eftirspurn eftir „take away“. Við erum að senda heim frá völdum stöðum með Aha, en samstarfið við Hreyfil eykur enn á afköst okkar í heimsendingu,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.

„Fyrirkomulagið er einfalt og upp á gamla mátann. Þú hringir á þann veitingastað sem þú vilt panta hjá, við svörum og tökum við pöntun og símgreiðslu. Svo hringjum við í Hreyfil og þeir skutla matnum hratt og örugglega til þín. Þú tekur fram hvort þú viljir snertilausa heimsendingu og þá skilur leigubílstjórinn matinn eftir við dyrnar hjá þér,“ bætir Jóhannes við.

Veitingastaðir Gleðipinna og símanúmer:

Aktu Taktu Skúlagötu: 561-0400 (opið allan sólarhringinn)

Aktu Taktu Mjódd: 557-9922

Aktu Taktu Garðabæ: 565-8050

Aktu Taktu Fellsmúla: 533-4100

Hamborgarafabrikkan: 575-7575

American Style: 517-1818

Shake&Pizza: 517-1819

Eldsmiðjan: 562-3838

Blackbox: 546-0321

Pítan: 562-9090

Roadhouse: 571-4200

Saffran: 578-7474

Vefsíða Gleðipinna þar sem má nálgast ýmsar upplýsingar

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert