Hversu lengi endast hreinsiefni?

mbl.is/Thinkstockphotos

Það verða sjálfsagt margir undrandi núna en samkvæmt áreiðanlegum heimildum hafa hreinsiefnin okkar líftíma eins og flest annað. Ýmislegt getur haft þar áhrif eins og raki, hiti og vökvi sem valda efnahvörfum og almennum breytingum á efnunum.

Óttist þó eigi því ekki þarf meirapróf í efnafræði til að kunna á þessu skil heldur dugar oftast að líta í síðasta-söludags merkinguna því fyrningartíminn er oftast skráður. Einnig er yfirleitt hægt að finna hvort varan er hætt að virka eða farin að missa virkni en einnig skal hafa í huga að margar vörur endast mun lengur en fyrningardagsetningin gefur vísbendingar um. Hér er gott að treysta á brjóstvitið.

En hér er hin svokallaða þumalputtaregla varðandi líftíma hreinlætisvara samkvæmt American Cleaning Institute.

Alhliðahreinsir (All-purpose cleaner): Um tvö ár

Alhliða yfirborðshreinsar eins og Mr. Clean eða Leysigeisli geta enst allt að tvö ár. Ef þeir innihalda sýkladrepandi efni styttist tíminn þó niður í eitt ár.

Matarsódi: 18 mánuðir upp í tvö ár

Matarsódi gefur sig ekki svo auðveldlega nema hann sé í snertingu við raka sem flýtir hnignun hans umtalsvert. Ef þú ert eingöngu að nota hann til að hreinsa (lykt) virkar hann samt umtalsvert lengur þrátt fyrir að hann sé einskis nýtur í bakstur.

Klór: 6 mánuðir upp í 1 ár

Klór sem geymdur er við kjöraðstæður ætti að endast í ár en sé hann í of heitu eða köldu umhverfi eyðileggst hann fyrr. Ef þú mast ekki hvenær þú opnaðir flöskuna eða vökvinn lyktar ekki lendur eins og klór skaltu skipta honum út.

Uppþvottalögur 6 - 18 mánuðir

Uppþvottalögur í vökvaformi endist frá ári upp í 18 mánuði en uppþvottalögur í duftformi dugar eingöngu í 6 mánuði eftir að umbúðirnar hafa verið opnaðar. Í lokuðum umbúðum endast þær hins vegar mjög lengi.

Stíflueyðir: Tvö ár

Hefðbundinn stíflueyðir endist yfirleitt í tvö ár. Það sama gildir um gólfsápu.

OxiClean: Að eilífu

Ef vörur á borð við OxiClean eru geymdar við kjöraðstæður þá er bara allt í góðu. Það endist sem sagt að eilfíu svo lengi sem það blotnar ekki.

Edik: Þrjú ár eða að eilífu

Lokuð geymist flaskan að eilífu en eftir að hún er opnuð er almennt talað um þrjú ár. 

Rúðuúði: Um tvö ár

Rúðuúðar á borð við Windex og speglahreinsa eiga að endast í tvö ár.

mbl.is