Mikilvæg atriði áður en farið er út í búð

Ljósmynd/Colourbox

Flestar verslanir bjóða upp á hanska og sótthreinsivökva þegar verslað er, en það er oft á tíðum ekki nóg. Hér er ítarlegur listi sem við fengum frá Huffington Post yfir þau atriði sem ber að hafa í huga þegar farið er út í búð að versla. 

  • Strjúktu af kerrunni þinn. Sérstaklega handföngunum. 
  • Farðu varlega með kortin þín og sprittaðu þau eftir notkun. Margir gleyma þessu og stinga þeim beint í veskið aftur.
  • Ef þú ert með margnota poka skaltu huga að þeim. Fæstir sótthreinsa þá heldur bera þá á milli verslunar og heimilis án þess að hugsa út í það. Passaðu sérstaklega að hafa þá ekki á gólfinu. 
  • Þvoðu hendur vel og vandlega með sápu þegar þú kemur heim úr versluninni.
  • Skolaðu ávexti og grænmeti þegar þú kemur heim.

Haltu ró þinni en vertu meðvitaður um smitvarnir og hvernig best er að taka ábyrgar ákvarðanir varðandi heilsu þína og þinna. 

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is