Óvinsælasta morgunkorn Bandaríkjanna fundið

Ljósmynd/Reddit

Hversu vont þarf eitthvað að vera til þess að hamfarahamstrararnir hunsi það? Maður spyr sig. Þessi mynd birtist á Reddit undir fyrirsögninni Sigurvegarinn í keppninni um versta morgunkornið.

Það er ekki annað hægt en að flissa að þessu enda má fastlega álykta að Twinkies-morgunkorn eða Hershey's Fillows séu hreint ekki það sem fólk er að leita að þegar það kaupir morgunkorn.

En hvað vitum við ...

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is