Fimm atriði sem eyðileggja handklæðin þín

mbl.is/Colourbox

Hefurðu velt því fyrir þér af hverju ný handklæði verða stíf eftir þvott? Og af hverju þau missa litinn svona fljótt? Og hvernig við náum andlitsfarðanum úr? Þá er eflaust eitthvað af þessum fimm ráðum að fara framhjá þér.

Þú þurrkar ekki handklæðin rétt
Ef þú þurrkar handklæðin ekki rétt eftir þvott munu þræðirnir í efninu skemmast og því verður handklæðið stíft. Hengdu handklæðin upp eftir þvott þannig að þau nái að „anda“. Ef þú þurrkar handklæðin í þurrkara skaltu hrista þau aðeins áður en þú setur í þurrkarann – þannig losarðu um allt sem situr eftir á yfirborði handklæðisins eftir þvott.

Þú notar of mikið þvottaefni

Of mikið þvottaefni gerir handklæðin stíf og það þarf ekki mikið til. Handklæði draga í sig sápurestar af líkamanum og í raun væri betra að nota edik í stað þvottaefnis. Í raun geturðu minnkað þvottaefnisskammtinn um helming frá því sem þú ert vanur/vön að nota. Ef handklæðin eru mjög skítug skaltu frekar lengja skolunartímann en auka magn þvottaefnisins.

Þú notar mýkingarefni

Mýkingarefni hindrar handklæðið í að draga í sig raka og getur myndað eins konar vaxáferð á yfirborðinu. Forðastu að nota mýkingarefni. Notaðu frekar tvo tennisbolta í þurrkarann þar sem þeir hjálpa til við að halda handklæðunum dúnmjúkum.

Þú notar handklæði til að þrífa andlitsfarða

Andlitsfarða í handklæðum er ekki bara ljótt að sjá heldur er erfitt að ná honum úr og hann festist oft á tíðum. Notaðu frekar andlitsklúta til að þrífa farðann. Ef þú hefur notað handklæði í verkið, prófaðu þá að setja smá andlitshreinsi á blettinn áður en þú setur handklæðið í vélina.

Þú þværð lituð handklæði á allt of háum hita

Hvít handklæði þola vel háan hita en lituð handklæði geta misst litinn og orðið harðari viðkomu. Þvoðu handklæðin á 60° og lengdu frekar skolunartímann en að bæta á þvottaefnið.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Fimm ráð til að lengja lífið í handklæðunum þínum.
Fimm ráð til að lengja lífið í handklæðunum þínum. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert