Íslenskt engiferöl vekur lukku

Pétur Alan Guðmundsson kaupmaður í Melabúðinni og Sturlaugur Jón Björnsson …
Pétur Alan Guðmundsson kaupmaður í Melabúðinni og Sturlaugur Jón Björnsson hjá Öglu gosgerð handsala samning um sölu á Djöflarót.

„Ég vissi nú alveg að þetta væri gott stöff en viðtökurnar hafa samt komið á óvart, þær hafa verið frábærar,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari hjá Öglu gosgerð. Fyrsti drykkur Öglu var settur í sölu fyrir viku og hefur vakið talsverða athygli þrátt fyrir fremur takmarkaða útbreiðslu enn sem komið er. Um er að ræða gerjað engiferöl sem kallast Djöflarót og er lýst sem engiferdrykk frá helvíti. Djöflarót er nú til sölu í hinum rótgrónu verslunum Melabúðinni og Versluninni Rangá auk veitingastaðanna Yuzu, Kore, Dill og Hipstur í Mathöllinni á Höfða.

„Við náðum smá kynningu í Melabúðinni kortéri áður en samkomubannið tók gildi. Fólk tók vel í það að smakka og Pétur kaupmaður er búinn að panta aðra sendingu hjá okkur. Við eigum reyndar bara sex kassa eftir inni á lager en vonumst til að geta framleitt meira í næstu viku,“ segir Sturlaugur.

Morgunblaðið greindi frá stofnun Öglu gosgerðar síðasta haust og þar kom fram að hugmyndin að baki henni væri að vanda til verka og nota hágæða hráefni. Jafnframt væri aðstandendum hennar annt um leiðréttingu skammtastærða og því er slagorð gosgerðarinnar: Það er bannað að þamba!

Fleiri gosdrykkir eru á teikniborðinu að sögn Sturlaugs. „Við erum að fara að setja tilraunalögun af Yuzu-límonaði á flöskur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »