Kjúklingarétturinn sem fjölskyldan elskar

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Þessi kjúklingaréttur er eiginlega fullkominn. Hann er hollur, bragðgóður og einfaldur - sumsé allt það sem við elskum hvað mest á mánudegi. Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að uppskriftinni.

Bygg með kjúkling og grænmeti

  • 5 dl bygg
  • 3 kjúklingabringur
  • 1 brokkolihaus
  • 1-2 laukar (eftir stærð)
  • 500 g gulrætur (hér var ég með marglitar)
  • Ólífuolía til steikningar
  • Salt, pipar, hvítlaukskrydd og kjúklingakrydd eftir smekk
  • 3 tsk. soyasósa

Aðferð:

  1. Skerið brokkoli niður, gulrætur í strimla og lauk í sneiðar.
  2. Steikið kjúklingabringurnar snöggt á pönnu aðeins til að brúna þær, kryddið með kjúklingakryddi og færið yfir í eldfast mót og inn í ofn í 20 mínútur á 180°C og leyfið þeim svo aðeins að hvíla áður en þið skerið þær niður.
  3. Steikið á meðan brokkoli og gulrætur upp úr vel af ólífuolíu og kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti. Hellið síðan nokkrum matskeiðum af vatni á pönnuna og leyfið því að gufa upp, þannig mýkið þið aðeins grænmetið. Takið það síðan af pönnunni og leggið til hliðar.
  4. Sjóðið bygg samkvæmt leiðbeiningum á pakka og steikið laukinn þar til hann mýkist.
  5. Skerið kjúklingabringurnar í strimla og blandið að lokum öllu saman á pönnunni, kryddið meira ef ykkur finnst þess þurfa og blandið soyasósunni saman við.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl.

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert