Kröst opnar fyrir snertilausar heimsendingar

Ljósmynd/Aðsend

Veitingastaðurinn Kröst á Hlemmi hefur opnað heimasíðu fyrir netpantanir og snertilausar heimsendingar í póstnúmer 101-108 og 170 sem henta sérstaklega vel fyrir fólk í sóttkví sem og aðra. Vegna samkomubanns sem er nú í gildi hefur Hlemmi Mathöll verið lokað tímabundið og því er ekki hægt að borða á staðnum. Opið er fyrir pantanir hjá Kröst alla daga frá klukkan 17-21:30 og er einnig boðið upp á „take-out“ í gegnum lúgu sé þess óskað.

Þá eru kokkarnir á Kröst búnir að hanna nýjan heimsendingarseðil með girnilegum réttum, bæði nýjum og eldri réttum sem viðskiptavinir Kröst þekkja vel af matseðli staðarins.

„Viðskiptavinir okkar hafa staðið með okkur í gegnum þessa skrýtnu tíma. Við viljum gera okkar besta til að halda áfram að veita góða þjónustu og elda góðan mat svo fólk geti gert sér dagamun þó flestir séu meira og minna heima hjá sér,” segir Böðvar Darri Lemacks yfirkokkur og framkvæmdastjóri Kröst.

Hægt er að panta á krost.is eða í síma 519-7755.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert