Miklar breytingar hjá Mathöllunum

Hlemmur Mathöll.
Hlemmur Mathöll. Eggert Jóhannesson

Í gær var tekin ákvörðun af öllum rekstraraðilum Granda og Hlemms að loka fyrir gestagang inn í húsin vegna herts samkomubanns. „Við höfðum áður gert ráðstafanir sem gerði það að verkum að við gátum fylgt reglum sóttvarnarlæknis eftir en með hertum reglum var það orðið mjög erfitt og því eina ábyrga í stöðunni að loka tímabundið," segir Franz Gunnarsson, viðburða- og markaðsstjóri mathallanna á Granda og Hlemmi.

„Á Granda vorum við búin að vera undirbúa sameiginlegt pöntunarkerfi fyrir take-out og því var allt sett á fullt að klára það. Í dag geta gestir farið inn á grandimatholl.is og pantað frá öllum stöðum Mathallarinnar og greitt fyrir í einni færslu", segir Franz en hægt er að sækja eða fá sent heim í ákveðin póstnúmer í Reykjavík.

„Þetta er algjör nýjung og kærkomin viðbót að hafa svona úrval, við köllum þetta Mathöll heim í stofu. Planið er að halda halda þessu gangandi svo lengi sem þjónustan standi undir sér en við erum auðvitað að koma inn í mjög harða samkeppni í dag. Þjónustan verður í boði alla daga frá 17:00 – 21:00."

Á Hlemmi eru Kröst, Fuego og Flatey með take-away í gegnum lúguna hjá Fuego og heimsendingar eru í boði á hjá Kröst og Fuego. Skál er svo einnig að útfæra einhverskonar útfærslu á heimsendingu eða take-away en ekki er komin endanleg mynd á það. 

Hægt verður að hafa samband við þessa veitingarstaði til að panta í gegnum samfélgsamiðla síður þeirra og vefsíður.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Franz Gunnarsson, viðburða- og markaðsstjóri Granda Mathallar og Hlemms Mathallar.
Franz Gunnarsson, viðburða- og markaðsstjóri Granda Mathallar og Hlemms Mathallar. Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert