Rýmið sem þú skalt alltaf byrja á því að þrífa

mbl.ist/Colourbox

Ertu týpan sem geymir leiðinlegustu þrifin þar til alveg síðast? Þá er þetta rútínan sem þú munt kunna að meta. Þetta snýst nefnilega um það að geyma „besta“ bitann þar til síðast – eða með öðrum orðum, byrja á því versta.

Hér skaltu byrja
Hugsunin á bak við rútínuna er að byrja í því rými sem þú nennir síst að þrífa. Samkvæmt lesendum Apartment Therapy´s, þá eru það eldhús og baðherbergi sem fólk tekur síðast í sínum þrifum. Það eru nefnilega þessi rými sem krefjast mikillar vinnu, enda af nógu að taka. Þar fyrir utan eru margir ólíkir fletir og efni sem þarf að meðhöndla.

Önnur ástæða fyrir því að byrja á eldhúsinu eða baðherberginu er sú að þau krefjast tíma. Og þegar þú hefur lokið við þrifin, þá mun restin vera ekkert mál. Flestar bakteríurnar eru að finna inn á baðherbergi og í eldhúsinu, og því krefjast þessi rými góðra þrifa.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Sérfræðingar vilja meina að best sé að byrja þrifin í …
Sérfræðingar vilja meina að best sé að byrja þrifin í eldhúsinu eða inn á baði. mbl.ist/Colourbox
mbl.is