Það er ekkert lát á kassatrendinu

Það er ekkert lát á kassatrendinu í eldhúsið.
Það er ekkert lát á kassatrendinu í eldhúsið. mbl.is/Pinterest_Boligmagasinet

Litlar geymsluhirslur í barnaherbergin hafa verið vinsæl í þónokkurn tíma. Kassatrendið er þó ekkert á undanhaldi og sést víða í eldhúsum ef marka má nýjustu fréttir á Pinterest.

Hugmyndin á bak við skrauthillur nær ekki bara yfir smáhluti, naglalökk eða skart. Því hugsunin er mun meiri en svo – og þá með stærri kössum. Við erum að sjá heilu veggina þar sem settir hafa verið upp kassar, þá kassar í misjöfnum stærðum og dýptum sem gera veggina enn meira spennandi.

Í eldhúsum er fólk að koma kassatrendinu smekklega fyrir, þar sem uppáhalds matarstellið eða matreiðslubækurnar fá að njóta sín. Hvort sem um tilbúna kassa sé að ræða eða heimasmíðaðar sem gefa eldhúsinu auka karakter.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Sjá þetta! Kemur rosalega vel út.
Sjá þetta! Kemur rosalega vel út. mbl.is/Pinterest_Boligmagasinet
mbl.is/Pinterest_Boligmagasinet
mbl.is/Pinterest_Boligmagasinet
mbl.is/Pinterest_Boligmagasinet
mbl.is