Hverfisstaðirnir koma sterkir inn

Systurnar Siri og Namfone stjórna eldamennskunni á staðnum.
Systurnar Siri og Namfone stjórna eldamennskunni á staðnum. Ljósmynd/Aðsend

Veitingastaðir um land allt eru nú að stokka upp reksturinn í ljósi herts samkomubanns sem nú er í gildi. Margir hverjir hafa brugðið á það ráð að bjóða upp á take away eða jafnvel heimsendingu. Rakang Thai í Árbænum er einn þessara veitingastaða en þau hafa tekið skref til viðbótar og lækkað verð á öllum réttum á matseðli um 30%.

Að sögn forsvarsmanna Rakang Thai hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða inn á staðnum til að tryggja öryggi starfsmanna og gesta. Búið er að skipta húsnæðinu upp í þrjú svæði þar sem auðvelt er að fylgja tilmælum yfirvalda. Staðurinn sé sótthreinsaður á tveggja tíma fresti og eingögnu starfsfólk skammtar á diska í hlaðborðinu auk þess sem búið er að setja öryggisbúnað yfir hlaðborðið.

Ný heimasíða Rakang Thai var tekin í notkun nýlega þar sem fólk getur pantað beint og gengið frá greiðslu. Hægt er að fá matinn keyrðan heim eða í take-away eins og fram kom hér að ofan.

mbl.is