Mikilvæg atriði varðandi gólfþvott

Hversu vel þrífur þú gólfin heima hjá þér og ertu …
Hversu vel þrífur þú gólfin heima hjá þér og ertu með réttu græjurnar í verkið? Ljósmynd/Colourbox

Við eigum það til að missa okkur í að nota of mikið vatn eða erum bara alls ekki með réttu græjurnar við verkið þegar kemur að gólfþvotti. Hér eru nokkur atriði sem ber að forðast þegar þú þrífur gólfið heima hjá þér – þannig nærðu að viðhalda því lengur.

Of mikið vatn
Vissir þú að 90% af því sem liggur á yfirborði gólfsins er ryk og smákusk. Og þegar við þvoum gólfið, þá notum við allt of mikið vatn. En oft á tíðum er ekki einu sinni þörf á vatni því trégólf þola heldur ekki mikið vatn. Prófaðu næst að nota frekar ryksuguna eða þurrka yfir með örtrefja-moppu. Og rekist þú á blett á gólfinu, er í flestum tilfella nóg að ná í tusku og þurrka blettinn burt.

Hreinsiefnin
Áður en þú byrjar á því að þvo gólfið heima hjá þér, skaltu kanna hvurslags gólf þú ert með og hvernig sé best að meðhöndla það. Þú þrífur ekki olíuborið gólf á sama máta og lakkað gólf – og hreinsiefnin sem slík gólf þurfa fást mögulega ekki í út í næstu kjörbúð. Best er að leita í sérverslanir sem selja gólfefni.

Parketgólf á t.d. að þvo eins sjaldan og mögulegt er, en gott ráð er að spreyja vatni á moppuna sjálfa en ekki rennbleyta hana. Meginreglan er þó alltaf sú, sama hvaða hreinsiefni þú notar – ekki nota of mikið, því það hefur þveröfug áhrif á gólfið.

Réttu græjurnar
Það segir sig sjálft að það er fljótlegra og áhrifaríkara að þrífa með réttu græjurnar við höndina. Bómullarmoppur eru þær vinsælustu og henta flestum gólftýpum, en það er algjör snilld að nota örtrefja-moppur – þær draga í sig rykið þegar moppan er þurr og taka alla bletti ef þú bleytir í henni.

Hugsarðu nógu vel um gólfið?
Mörg okkar þvoum gólfið aftur og aftur án þess að meðhöndla það eitthvað frekar. Ef þú ert með trégólf þarftu að huga að þeim svæðum þar sem umgangur er mikill, t.d. í eldhúsinu. Þar þarf kannski að bera á gólfþjalirnar aftur. 

Farðu úr skónum
Síðast en ekki síst – farðu úr skónum! Það kemur ýmislegt undan skónum þegar við göngum á þeim inn í hús. Sandur, salt og vatn er þess á meðal og ber að skilja eftir í anddyrinu. Farðu úr skónum þegar þú kemur heim og mundu eftir að þurrka undan loppunum á gæludýrunum eftir góðan göngutúr.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert