Seldist upp fyrir kvöldmat fyrsta daginn

Ljósmynd/Vinga

„Við ákváðum að leggjast yfir það hvernig við gætum brugðist við breyttu rekstrarumhverfi þessa dagana og komum upp með þá hugmynd að búa til okkar útfærslu af chili con carne sem er þá viðbót við matseðilinn sem við bjóðum alla daga og ennfremur leggja áheslu á að viðskiptavinirnir geti sótt eða fengið sent heim að dyrum,“ segir Sebastian Storgard rekstrarstjóri Chido á Ægisíðu 123.

„Við lögðum vinnu í að þróa okkar útgáfu af þessum heimsþekkta rétti og notum í hann hakk, hægeldaðan nautaklump, þrjár tegundir af baunum og toppum svo með osti. Það var ákveðið að byrja á því að bjóða nágrönnum okkar í vesturbæ og á Seltjarnarnesi að smakka, fólki sem hafði verið mikið heima eða var í sóttkví. Við keyrðum svo út um sjötíu skammta um síðustu helgi og fundum strax að rétturinn féll í góðan jarðveg. Í kjölfarið skelltum við honum á maðseðilinn okkar og viðtökurnar komu okkur svo sannarlega í opna skjöldu, rétturinn var uppseldur fyrir kvöldmat í gær. Í morgun gerðum við margfaldan skammt og erum tilbúin að takast á við þessa miklu eftirspurn," segir Sebastian. Chili con carne í Chido útfærslu er afgreitt með sýrðum rjóma, kóríander og fjölskylduskammturinn kemur líka með tortilla flögum.

Sebastian segir að auðvitað sé þetta breytt rekstrarumhvefi fyrir staði eins og Chido en þá sé ekki um annað að gera en bretta upp ermar og hugsa hvernig best sé hægt að koma til móts við þarfir viðskiptavina. „Við auðvitað erum að selja ferskan og hollan mat alla daga og búum allt til frá grunni, notum einungis ferskt og fyrsta flokks hráefni. Verkferlar hvað varðar þrif hafa verið í fyrirrúmi alla tíð en við höfum þó bætt við sótthreinsun á klukkustundar fresti og erum vakandi fyrir því að spritta alla sameiginlega snertifleti mjög reglulega. Hreinlæti er eitthvað sem við tökum alvarlega.

Svo við erum bara bjartsýn hér hjá Chido og ætlum að standa vaktina og gera allt sem í okkar valdi stendur til að þjónusta viðskiptavini okkar eins og best er fyrir þá.“

Hægt er að panta chili con carne og annað af hefðbundnum matseðli og sækja eða fá snertilausa heimsendingu í pósstnumer 101 til 108 og 170 á www.chido.is

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is