Berglind rétt slapp úr brennandi bíl

Berglind Guðmundsdóttir slapp naumlega eftir að kviknaði í bíl hennar.
Berglind Guðmundsdóttir slapp naumlega eftir að kviknaði í bíl hennar. Kristinn Magnússon

Okkar ástkæra Berglind Guðmundsdóttir, matarbloggari á GRGS.is varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu í gær að það kviknaði í bílnum hennar. Til allrar hamingju náði Berglind að koma sér út úr bílnum og ná gaskút út sem annars hefði spurungið. Var Berglind á leiðinni heim að grilla en lítið varð úr þeim áformum þar sem steikurnar brunnu upp til agna ásamt bílnum. 

Berglind segir að skyndilega hafi komið reykur úr mælaborðinu og á þremur til fimm mínútum hafi bíllinn orðið alelda. Hún hafi blessunarlega verið ein í bílnum en þetta hafi allt gerst mjög snögglega. 

Hún segir að sér sé eðlilega brugðið en sé þakklát fyrir að enginn hafi slasast. Berglind er sem kunnugt er einn þekktasti matarbloggari landsins ásamt því að starfa sem hjúkrunarfræðingur á LSH þessa dagana.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is