Fara með matarvagna inn í hverfin

Auglýst verður sérstaklega hvar vagnarnir verða hverju sinni.
Auglýst verður sérstaklega hvar vagnarnir verða hverju sinni.

Reykjavik Street Food mun ferðast um borgina á næstu vikum með Mathöll á Hjólum – beint í bílinn! En boðið verður upp á þá nýbreytni að fara með matarvagna inn í hverfin næstu helgar og vikur meðan á samkomubanni stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Planið er að fá nokkra matarvagna til að ferðast um borgina næstu helgar jafnvel oftar t.d. hádegi og á virkum dögum ef það er áhugi. Finna eina staðsetningu á hverjum stað, stórt bílastæði. Þar geta gestir komið á bílum sínum keyrt beint upp að vögnunum, og tekið matinn með sér. Gestir geta líka pantað á netinu hjá viðkomandi vagni og sótt á tilteknum tíma nú eða hringt. Einnig erum við að skoða möguleikann á að vera þá með útkeyrslu frá þessum stöðum en það er í vinnslu.“

Auglýst verður sérstaklega hvar vagnarnir verða hverju sinni á Instagram og Facebook-síðu Reykjavík Street Food. „Þarna þarf engin að hittast (nema í bílum) og við afgreiðum matinn beint í bílinn. Þetta er því tilvalið fyrir þá, sem hafa tök á, að taka rúnt með fjölskyldunni og næla sér í bita án þess að eiga hættu á að hitta aðra í mikilli nánd.

Það sem er framundan um helgina hjá Reykjavík Street Food er: 

Föstudagur: Skeifan (bílastæðið við hliðina á Rúmfata lagernum) - Frá kl 17-20

Laugardagur: Skeifan (bílastæðið við hliðina á Rúmfata lagernum) - Frá kl 12-20

Sunnudagur: Fjölbrautaskólin í Garðabæ - Frá kl 12-18

mbl.is