Minni fyrirtæki aðstoða við heimsendingar

Ljósmynd/Colourbox

Hvað er til ráða ef þú átt ekki heimangengt en vilt fá vöruna sem þú pantaðir samdægurs? Árið 2015 var fyritækið Heimaakstur stofnað einmitt til að koma til móts við þenna hóp sem fer sístækkandi, ekki síst þessi dægrin þegar sprenging hefur orðið í heimsendingum.

„Við höfum sérhæft okkur í að koma vörum lítilla netverslanna til kaupenda á höfuðborgarsvæðinu. Kaupendur vilja ekki bíða eftir póstinum heldur fá vörurnar eins fljótt og verða má, helst samdægurs," segir Kristján Jónasson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Mikil aukning hefur orðið í heimsendingum hjá veitingastöðum undanfarið og segir Kristján að fyrirtækið sé vel í stakk búið til að leggja hönd á plóg ef þarf.

„Við hjálpum minni fyrirtækjum af öllum toga að bæta þjónustuna og tryggja ánægða viðskiptavini. Verðskráin er einföld og samskiptin líka,” segir Kristján en hægt er að hafa samband við fyrirtækið á heimakstur@heimakstur.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert