Ólífusnakkið sem saumaklúbburinn elskar

Djúpsteiktar og fylltar ólífur er það eina sem við hugsum …
Djúpsteiktar og fylltar ólífur er það eina sem við hugsum um þessa dagana. mbl.is/Ottolenghi.co.uk

Það er með vinahópnum eða í saumaklúbbnum sem svona snakkbitar eiga að smakkast. Hér er búið að fylla ólífur með fetaosti, velta upp úr brauðraspi og steikja. Hér er líka upplagt að nota geitaost í stað feta fyrir þá sem það vilja.

Uppskriftin er frá Yotam Ottolenghi sem er með þeim snjallari í bransanum en heimasíðuna hans er hægt að nálgast HÉR.

Ólífusnakkið sem saumaklúbburinn elskar

  • 20-30 medium stórar grænar ólífur
  • 50 g fetakubbur, mulinn
  • 3 msk. hveiti
  • ½ tsk. pipar
  • ½ tsk. chili flögur
  • 1 egg
  • 80 g panko brauðrasp
  • 300 ml góð olía til steikingar

Aðferð:

  1. Fyllið hverja ólífu vel með fetaosti og þurrkið ólífurnar svo hreinar með eldhúspappír.
  2. Blandið hveiti, pipar og chili á grunnan disk. Setjið eggið á annan disk og brauðraspinn á þann þriðja.
  3. Veltið ólífunum upp úr hveiti, því næst pískuðu eggi og svo brauðraspinum þannig að hann þekji alla ólífuna.
  4. Hitið olíu á pönnu þannig að hún verði mjög heit. Setjið um þriðjung af ólífunum á pönnuna, eða þannig að það sé ekki allt of troðið. Passið að missa þær ekki á pönnuna til að olían slettist ekki á ykkur.
  5. Steikið í 20 sekúndur þar til gullinbrúnar á lit, takið af og látið fituna leka af á eldhúspappír. Endurtakið með restinni af ólífunum.
  6. Berið fram heitar eða við stofuhita.

Uppskrift: Ottolenghi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert