Súkkulaðihátíð í sófanum með Omnom

mbl.is/Styrmir Kári

Hefur þú einhvern tímann farið á súkkulaðihátíð sem fer fram á sófanum þínum?

Nú gefst tækifæri til að læra allt um súkkulaði og þá sérstaklega “baun í bita” súkkulaði heima í stofu. Súkkulaðihátíðin #StayHomewithChocolate hófst 24.mars og stendur til 28. mars næstkomandi og fer fram á netinu.

Á hátíðinni kemur úrval af “bean to bar” súkkulaðiframleiðendum, hvaðanæva úr heiminum til með að segja frá starfsemi sinni í gegnum “Instagram Live”. En þeirra á meðal verður íslenska súkkulaðigerðin Omnom, sem mun taka áhorfendur í einkatúr um heimkynni sín og segja sögur af framleiðslunni.

Hægt er að kynna sér dagskrána og horfa á kynningar á síðunni stayhomewithchocolate.com. Omnom verður með kynningu á Instagram síðu sinni fimmtudaginn 26. mars kl. 14.30 sem verður svo aðgengileg á netinu eftir það. Instagram síða Omnom er omnomchocolate

HÉR má nálgast umfjöllun Forbes um hátíðina en þar er meðal annars að finna skemmtilega umfjöllun um Omnom.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert