Getur veiran borist með umbúðum matvæla?

Kórónuveiran lítur svona út.
Kórónuveiran lítur svona út. AFP

Mörgum er þessa dagana hugleikið hvernig best sé að forðast smit á kórónuveirunni og hafa spurningar borist hvort veiran geti borist með umbúðum matvæla.

Svarið er að ekkert bendi til þess að kórónuveiran Covid-19 berist með matvælum. Veiran þrífst ekki í ávöxtum og grænmeti, né öðrum matvælum. Hins vegar gæti hún setið á yfirborði eftir úðasmit (hnerra eða hósta frá sýktum einstaklingi) en ekki er vitað hversu lengi. Mjög ólíklegt er þó að hún nái að berast milli landa með ávöxtum og grænmeti. Engu að síður er mikilvægt að þú, nú sem áður, skolir vel ávexti og grænmeti fyrir neyslu.

Mundu samt að handþvottur fyrir og eftir verslunarferð er góð venja.

Mikilvægt er að hafa í huga að þeir sem eru í einangrun eiga ekki að útbúa mat fyrir aðra. Getur veiran borist með umbúðum matvæla? 

Upplýsingar fengnar af síðunni upplýsingasíðu embættis landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra Covid.is

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert