Tímamótaþjónusta við veitingastaði

Ljósmynd/Skjáskot

Fyrirtækið Samsýn sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum hefur sett saman kort þar sem hægt er að skoða og leita að hvaða veitingahús eru í næsta nágrenni og þá hvaða þjónusta er í boði á þeim stað. Það er hvort hægt sé að panta, fá heimsent eða sækja.

Þjónustan er öllum að kostnaðarlausu og hugsuð eingöngu til að auðvelda veitingamönnum tilveruna á þessum fordæmalausu tímum. 

Að sögn Hildar Camillu Guðmundsdóttur, sölu- og markaðsstjóra Samsýnar hafi fyrirtækið fyrst og fremst viljað leggja hönd á plóg og ef gagnagrunnur fyrirtækisins gæti nýst þá væri markmiðinu náð.

„Samsýn hefur lengi haldið utan um gagnagrunn um staðsetningu ýmissar þjónustu sem meðal annar er notaður í leiðsögukerfum fyrirtækisins. Út frá því kom hugmyndin um að birta þessar upplýsingar á vefkorti og ekki bara birta heldur geta eigendur veitingastaða lagfært upplýsingarnar sínar sjálfir og bætti inn hvaða þjónustu þeir bjóði upp á," segir Hildur.

Á kortinu er hægt að skoða og leita að hvaða fyrirtæki eru í næsta nágrenni og þá hvaða þjónusta er í boði á þeim stað. Kortið virkar á vöfrum í tölvum, spjaldtölvum og símum. Upplýsingar birtast á einfaldan og þægilegan hátt og hægt er að nálgast það HÉR.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert