Afturelding sendir matinn heim

Afturelding hefur tekið að sér heimsendingar fyrir Barion.
Afturelding hefur tekið að sér heimsendingar fyrir Barion. Ljósmynd/Aðsend

Í Mosfellsbæ hafa handknattleiksdeild Aftureldingar og Barion leitt saman hesta sína í því ástandi sem nú geisar. Leikmenn Aftureldingar koma með matinn heim að dyrum og sendingarkostnaðurinn, 800 kr., rennur óskiptur til ungmennafélagsins.

Barion er hverfisstaður í Mosfellsbæ þar sem Arionbanki var áður til húsa. Staðurinn var opnaður í miðbæ Mosfellsbæjar í lok nóvember 2019 og hefur því einungis verið opinn í tæpa fjóra mánuði. Með hertu samkomubanni hefur öll áhersla verið lögð á heimsendingar og sóttar pantanir. Ný heimasíða hefur jafnframt verið virkjuð.

Heimsendingar eru í boði í hádeginu og á kvöldin í Mosfellsbæ, Grafarvogi, Úlfarsárdal og Grafarholti.

„Við erum að verða við kröfum íbúa í þessu skrítna ástandi sem nú ríkir. Afturelding er með okkur í liði og erum við hæstánægð með það samstarf. Þetta kemur öllum vel á þessum óvissutímum, UMFA, Barion og íbúum hér í nágrenninu,“ segir Vilhelm Einarsson sem rekur Barion ásamt Sigmari Vilhjálmssyni.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert